laugardagur, júlí 10


Dálítið gerðist í vinnunni minni um daginn sem ég verð að deila með ykkur kæru lesendur.

Undirrituð var að vinna á þjónustuborðinuog var dauða nærri vegna aðgerðaleysiss.
En skyndilega varð breyting þar á þegar ung stúlka, ekki eldri en 4 vetra kom til mín með tárin á vöngunum og spurði mig hvort ég vissi um mömmu hennar. Auðvitað vissi ég ekki hvar móðir hennar var niðurkomin, og eina ráðið var að kalla mömmu hennar upp, en þá vissi grey stúlkan ekki hvað nafn móður sinnar væri. Ég tók þá tuil minna ráða og kallaði upp að í búðinni væri týnd stúlka og sagði nafn hennar.

Tíminn leið og ekkert gerðist.

Aftur kallaði ég.

Enn meiri tími leið og ekkert gerðist.

35 mín síðar kom faðir stúlkunnar að vitja hennar. Hann tjáði mér það að hann hefði nú bara verið staddur inni í skódeild að skoða, og vissi bara af dótturinni þarna hjá mér og ákvað að hafa engar áhyggjur, hún væri inni í búðinni og það væri nóg.
Maðurinn sá greinilegar fyrirlitningarsvipinn sem ég setti upp og hraðaði sér út úr búðinni.

Svona fólk á ekki að eiga börn!
Að skilja barn sitt eftir á víðavangi, vitandi að það eru 95% líkur á því að það sé að kafna vegna ekkasoga og drukkna í sínum eigin tárum.

Ég man eftir því þegar ég týndist í Fjarðarkaupum fyrir mörgum árum, þá leið mér eins og ég væri ein í heiminum og tárin sem runnu af kinnum mínum hefðu geta fyllt heila sundlaug.

Ég bið og vona að þessir foreldrar eigi eftir að hugsa sinn gang!

Engin ummæli: