mánudagur, júlí 12

Í gær
..hélt ég bókstaflega að lífi mínu væri lokið.
Ég fékk þennan líka rosalega hiksta að ég hélt að himinn og jörð væru að farast og ég lagðist á bakið og beið dánarstundarinar.

Ég prófaði flest ráð sem mér hafa verið kennd, stóð á höndum tveim, hoppaði upp og niður, lét nærstandandi mann bregða mér og át sykurmola.
Þessi hiksti stóð í rúmar 10 mínútur.

Það var eins og þungu fargi væri létt af mér þegar hikstinn tók loks enda, en svo virðist sem móðir mín blessunin hafi gripið hikstann glóðvolgann því skömmu síðar byrjaði hún að hiksta og strax á eftir henni tók faðir minn að hiksta.

Svo virðist sem að hikstafaraldur sé að ganga.

Verið varkár.

Engin ummæli: