þriðjudagur, júlí 27

Enn af ferðum til tannlæknis

Undirrituð hefur áður bloggað um ferðir til tannlæknis, sbr. blogg síðan um miðjan mars þegar hún var sárþjáð af tannrótarbólgu.

Enn var hún plötuð í stólinn hræðilega og með hroðalegum afleiðingum í þetta skiptið.
Grunlaus sat hún og hélt í heimsku sinni að aðeins þyrfti að gera við eina litla tönn þegar tannlæknirinn tjáði henni að nú þyrfti aldeilis að bretta upp ermarnar, það þyrfti að fylla upp í hér og hvar og styðja við þessa og hina tönnina og loks fjarlægja heila tönn því eitthvað fór hún í taugarnar á doktornum.
Meðan ég upplifði mestu kvalir sem ég hef kynnst flautaði doktorinn glaður í bragði lagið sem kætir hvers manns lund ; don´t worry,be happy.
 
Ég hata tannlækna, þeir ættu ekki að fjölga sér!
 

Engin ummæli: