föstudagur, júní 25


Undanfarna daga hef ég verið frekar utanvelta hér heima við.
Ástæðuna má rekja til EM í knattspyrnu sem nú fer fram í Portúgal.

Ég hef alla tíð haft mjög gaman af fótbolta, æfði íþróttina í rúm fimm ár og ætti að vera nokkuð kunn henni.
Hins vegar hef ég alls ekkert gaman af því að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu.
Aðrir heimilismeðlimir virðast ekki vera á sama máli og ég, og vegna meirihluta þeirra sem horfa á leikina í sjónvarpinu hef ég verið dálítið útundan undanfarið.

Þessi keppni hefur mikil áhrif á heimilislífið skal ég segja ykkur.

Þar sem þau sem horfa á boltann halda öll með sitthvoru liðinu hefur myndast mikil spenna hér og er ég ekki frá því að við matarborðið megi líta ill augnarráð, og rifrildi um boltann er það eina sem glymur í eyrum mínum meðan ég nýt matarins.

Einnig hef ég eytt miklum peningum í höfuverkjatöflur af ýmsu tagi vegna hávaða í þessum fyrrnefndu fjölskyldumeðlimum.

Ég finn geðheilsu mína minnka með degi hverjum og með þessu áframhaldandi verð ég að panta mitt vanalega pláss á geðdeildinni innan skamms.

Þeir sem eiga við sama vandamál að stíða geta haft samband við áfallahjálp í síma 8794566 allan sólarhringinn en í sama síma er einnig hægt að panta handhægar Kurby ryksugur.

Njótið fótboltans

Engin ummæli: