Bingó
.....er skemmtileg íþrótt!
Á föstudaginn var undirrituð ásamt skvísunum Söru og Elísu Hildi aðgerðalaus sem gerist eigi oft. Eftir mikla umhugsun kom hugmyndin að fara á Bingó í Vinabæ upp, og hví ekki að skella sér á eitt slíkt.
Við löbbuðum inn í salinn og lækkuðum meðalaldurinn um svona c.a. 50-60 ár á einni sekúndu.
Við skimuðum eftir sætum, og fundum loks sæti hjá þaulvönum bingóspilara.
Það var alveg greinilegt að við vorum nýgræðingar í bingóspilun því allir þaulvönu bingóspilararnir voru með sérstaka bingópenna,bingóspik,bingórödd og hvað eina...við vorum svolítið útúr.
Dauðaþögn í salnum.
Bingókallarinn kallar upp tölurnar og nýgræðingarnir reyna að fylgjast með, en fá vel þegna hjálp frá þaulvana bingóspilaranum á sama borði.
Skyndilega er kallað bingó og uppi verður fótur og fit í salnum..fólk rífur bingóblöðin sín í ofvæni!
Bingónýgræðingarnir verða skelfingu lostnir en eftir stutt stopp erum við komnar á fullt í leikinn.
Eftir nokkrar umferðir og ekki nema eitt bingó sem Elísa Hildur á heiðurinn af fengum við nóg og yfirgáfum svæðið.
--------
Eftir þetta alltsaman fór ég að spá í það að bingó væri bara alls ekki hættulaus íþrótt.
Gamla fólkið situr þarna með vonirnar bundnar við tölur sem eru á spjaldi í grafarþögn, svo skyndilega er kallað bingó og fólkinu bregður og tilfinningarnar fara á flug....er þetta hollt spyr ég nú bara?
-------
En þrátt fyrir allt vil ég endilega hvetja sem flesta að fara á bingó við tækifæri...alveg fín skemmtun!
www.hrebbna.tk
-spilar bingó-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli