föstudagur, október 8

Enn eitt samsærið- hvar endar þetta?

Kæru lesendur

Ég hef komið upp um enn eitt samsærið sem skólayfirvöld bera ábyrgð á.
Samsæri þetta ber það saklausa nafn; vetrarfrí og hljómar frekar skemmtilega fyrir þá sem átta sig ekki á staðreyndunum.

Ég hef nefnilega komist að því að tilgangurinn með þessu vetrarfríi er að láta saklausa framhaldsskólanemendur halda að yfirvöld séu að gera þeim greiða með þessu fríi..en svo er ekki kæru vinir.

Málið er að eftir þetta frí eiga eftir að hellast yfir ykkur verkefni-próf-próf-próf o.s.frv. í tugatali og er fríið einungist til þess gert að hafa ykkur góð.

Þá geta kennarar komið með það svar ef saklaus nemendi kvartar yfir skyndilega miklu álagi að hanns kuli nú ekkert vera að kveina..hann sé nýkominn úr fríi og hafi bara gott af því að læra svolítið í sinn litla haus.

Látum ekki blekkjast lengur og verum viðbúin áfallinu sem skellur á bráðlega....

Uppljóstrarar www.hrebbna.tk

Engin ummæli: