laugardagur, október 16

Eldheit sýning!

Kæru lesendur!
Undanfarna viku hef ég farið alls 4 sinnum í leikhús og hver ferð annari betri, en gærkveldið toppaði allt sem toppa verður.

Ég, saklaus áhorfandi sat í sæti mínu á Svartri Mjólk, nýkomin inn í salinn eftir hlé og beið eftir því að leikhús andinn svifi yfir á ný þegar brunabjallan fór í gangi.
Upp hófst mikið skvaldur og fólk fór að velta fyrir sér hvort það væri nokkuð kviknað.
Skyndilega kom kona inn í salinn og tjáði okkur að allt væri undir kontról, það væri bara plat í brunarvarnarkerfinu og allt væri í fínu lagi.

Eftir eina mínútu kom fyrrnefnd kona aftur í salinn og bað okkur áhorfendur vinsamlegast um að rýma salinn því eldur væri kviknaður í kjallaranum.
Fólk óttaðist um líf sítt, en undirrituð labbaði í hinum mestu rólegheitum.

Um 600 manns voru samankomnir fyrir utan leikhús allra landsmanna og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur Edit Piaf sem var eimmit verið að sýna á stóra sviðinu gerði sér lítið fyrir og byrjaði að syngja á tröppum leikhússins við mikinn fögnuð áhorfenda og loks kom hljómsveit hússins til hennar og byrjaði að spila undir.

Eftir um 30 mín. útiveru og skemmtun var okkur loks óhætt að fara aftur inn og horfa á restina af leikritinu.

Þetta var allavega eins skemmtilegasta brenna sem ég hef farið á, það eitt er víst.

www.hrebbna.tk
-alltaf allstaðar-

Engin ummæli: