mánudagur, október 18

Bylting á sviði tónlistar!

Kæru lesendur.

Ný hljómsveit er komin á markaðinn og hefur hlotið nafnið :
Júgóslavneska Jarðarfararbandið.

Hljómsveitin var stofnuð í apríl 2004 og hefur legið í dvala frá stofndegi en er nú risin upp frá dauðum og mun tröllríða íslenskum tónlistarmarkaði bráðlega.

Bandið hélt nú á dögunum sína fyrstu tónleika á Arnarhól þar sem tekin voru lög eins og; rúllandi rúllandi og hókípóki og voru m.a. meðlimir freknuverndunarfélagsins og www.hrebbna.tk boðið að fylgjast með þessum stórviðburði.

Hljómsveitin er tilbúin að taka ýmiss verkefni að sér t.d. söng í brúðkaupum,fermingum,affermingum,skírnum,afmælum,meðmælum og á fleiri stöðum þar sem stuð ríkir.

Á döfinni er t.d. frumflutningur slagarans "..ég finn það oní maga" og "hátt upp til hlíða".

Þeir sem hafa áhuga á að bóka Júgóslavneska Jarðarfararbandið er bent á pöntunarþjónustu í gegnum commentin á síðunni www.hrebbna.tk

www.hrebbna.tk
-í bransanum-

Engin ummæli: