mánudagur, apríl 7

Ég vil endilega minna alla á að þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar og taka fyrir mig svona eins og eitt stærðfræðipróf á miðvikudaginn næstkomandi skráið ykkur hjá www.eghatastaerdfraedi..is Í alvöru.. hvað ætli það sé langur dómur að ræna stærðfræðikennaranum sínum, svona rétt eins og í bókinni "Killing Mr. Griffin" sem ég las í Ensku fyrir stuttu? Svo væri ég alveg til í að fá , svona í lok annar að gefa kennurum einkun, svona rétt eins og þeir gefa okkur einkun. Þá gætu kennarar til dæmis fallið í vinsælastikennarinn103 og þurft að vinna einhvers konar samfélagsþjónustu á næstu önn, t.d. að þurfa alltaf að hleypa nemendum 10mín fyrr úr tíma. Hvernig væri það?

Engin ummæli: