fimmtudagur, apríl 17

FERMINGAR
Ég ætla að skrifa hér stuttan.. (ehemm) pistil um fermingar, og fermingarveislur.
Ég er þannig persóna að eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að fara í fermingarveislur. Mér leiddist meira að segja í minni eigin fermingarveislu, allavega áður en gjafirnar fögru voru opnaðar.
Fermingar byrja oftar en ekki á því að gestirnir koma inn í salinn, húsið eða þar sem veislan er haldin og taka í hönd fermingarbarnsins, foreldra þess og réttir gráðugu barninu fermingargjöf. Síðan er skimað um salinn og í leit að borði til að sitja á. Fólk á það oft til að skima eftir einhverjum kunnulegum, svo það verði nú ekki einmana meðan á veislunni stendur. Oft vill það nú svo skemmtilega til einnig að maður þekki ekki sálu í þessum veislum, heldur einungis foreldrar manns.
Eftir um hálftíma bið kemur feimið fermingarbarnið fram fyrir veisluborðið og segjir oftar en ekki í lágum tóni; "gjöri´ði svo vel". Þá fara veislugestir í biðröð, eitt af stoltum okkar Íslendinga. Eftir matinn fer fullorðna og fullorðnara fólkið að ræða saman. Ég hef gert það að vana mínum, lesendur góðir að hlusta á umræðuefni fólksins og þau eru alls ekki spennandi.

"Já hvað segiru Jón, ennþá að aka um á Volvoinum?"
"Gasalega er þetta lekker kjóll, gvuð þú ert svo fín" "Oh takk.. ég hoppaði bara beint úr rúminu í kjólinn, og út..."
"Hvaða bók eru þið að lesa í augnarblikinu?", "Ja, ég fékk bókina Grafarþögn í jólagjöf, en hún hefur legið á náttborðinu mínu síðan á aðfangadagskvöld. Ég þarf endilega að fara að glugga eitthvað í hana"


Lesendur góðir, þetta er ástæðan fyrir því að ég forðast fermingarveislur!
ég hlakka akkurat og nákvæmlega ekki neitt til þess að verða stærri og eldri því eftir því sem maður verður eldri, greinilega því leiðinlegri hluti hefur maður að tala um!!!!

Engin ummæli: