föstudagur, febrúar 24

Af dagskrárliðum í útvarpi

Fyrir nokkru síðan var undirrituð að hlusta á Rás 1 á leið sinni í skólann af óútskýranlegri ástæðu.
Á dagskránni var morgunleikfimi Rásar 1 .

Er ég hlustaði á rödd konunnar sem leikfiminni stjórnaði fór ég að velta einu fyrir mér.

Ætli hún sem morgunleikfiminni stjórnar sé í stúdíóinu að sprikla,sprella og hreyfa sína leggi hliðar saman hliðar í takt við frekar kjánalegt undirspil eins og spirkleríið á Stöð 2 er, eða er hún sitjandi á stól með kaffibolla að lesa af blaði "hliðar saman hliðar! krossa! upp á tábergið öll sömul!"

Er þetta ekki hálf kjánaleg hugmyndafræði að vera með morgunleikfimi í útvarpi?

www.hrebbna.tk
-morgunhani-

Engin ummæli: