mánudagur, febrúar 23

Loks er dagurinn kominn
Kæru lesendur.
Dagurinn mikli er runninn upp. Í dag á bloggsíðan mín 1. árs afmæli.

Á þessu ári hef ég bloggað alls 138 sinnum, sem er svona meðalárangur og stefni ég að því að vera enn öflugri á næstkomandi árum.

Um margt hefur verið bloggað, en þó á ég margt óbloggað og mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur að halda mínu striki í bloggheiminum.

Já, eins og ég sagði hef ég bloggað um margt og vil ég nefna hér nokkur blogg sem hafa vakið mikla athygli lesenda minna:

#Mánudagur 29.des: Hver á eftir að gleyma blogginu sem skrifað var í snjóhúsinu?
---Ég blogga hér í beinni úr snjóhúsinu sem mér tókst að byggja í morgun.
Mér varð ljóst að ég kæmist ekki aftur inn í steinhús mitt eftir heiðarlega tilraun til þess að komast til vinnu á litla fólksbílnum mínum, og ákvað ég að byggja mér snjóhús meðan ég biði.
Björgunarsveitarmeðlimir hafa ekki enn svarað morsskeytum mínum sem ég sendi með því að spila á forláta munnhörpu sem ég fann á botninum í veskinu mínu, ásamt varalit sem ég kannast ekki við að eiga.



#Mánudagur 15.des: Skandall ársins þegar kona í Hagkaup bað undirritaða að máta peysu.
--"Fyrirgefðu fröken, ekki gætiru mátað þessa peysu fyrir mig, þú ert nefnilega álíka feit og dóttir mín?

#Fimmtudagur 7.ágúst: Seint mun sá dagur gleymast er hrefnuveiðar voru leyfðar á Íslandi. Hrebbnan hafði sitt að segja.
---"Ég fékk hörmulegar fréttir áðan. Það á að leyfa Hrefnuveiðar
hmm..? Ég og Hrefna Sif ætlum að stofna Hrefnuverndarafélagið.
Allir sem vilja ganga í félagið geta skráð sig í commentin hér að neðan eða haft samband við mig á hrefna_@hotmail.com.
Framundan hjá félaginu er t.d. skákkvöld, bingó og kleinusala!"


Og svo má ekki gleyma eilífu stríði grúbbumeðlima við fraulein Matsölu..

#Þriðjudagur 23.september: Matsölublogg 1
"Vegna lélegrar umgengni í matsölu nemenda hefur verið tekið ákvörðun um að hækka allan varning matsölunnar um vissa upphæð til að standa undir kostnaði á brotnum glösum, bognum hnífapörum og brotnum diskum."
Nú er ég hlessa, eru samnemendur mínir svo óþroskaðir að ekki er hægt að treysta okkur fyrir glösum og hnífapörum?
Er kostnaðurinn svo mikill að matsalan er komin í mínus?


og enn var heyjað stríð..
#Miðvikudagurinn 15.október: Stríðið stóð lengi vel og grúbbumeðlimir voru orðnir veikir á taugum.
---"Ég spyr, fer matsalan virkilega á hausinn ef 10 stelpur panta sér pizzu einu sinni í viku? Og ef maður asnast til að smyrja sér samloku heima verður maður þá að spyrja með væmnum svip "má ég borða samlokuna mína í matsal yðar, frú matsala?"

og loks var blásið í sigurlúðra.
#Sunnudagurinn 19.október: Loks sigruðu grúbbumeðlimir stríðið en þó er það enn í gangi. Sögusagnir herma að stríðið verði lengra en hið fræga 100 ára stríð.
---"Með gleðitár í auga tilkynnist það hér með að ég hef unnið stríðið við frú matsölu.
Frú matsala bað undirritaða afsökunar á atburði þeim er gerðist síðastliðinn miðvikudag á föstudaginn var og þýðir það enn einn sigur fyrir mótmælendur


Ekki má gleyma öllum félögunum sem stofnuð voru:
#Hrefnuveiðafélagið
#Fimmaurabrandarafélagið
#Stuðningsmenn Hallgerðar Langbrókar
#Kassadömufélagið
#Freknuvinafélagið

og síðast en ekki síst:
#Grúbban sem samanstendur af ,,heiðursnemum" úr FG.


Einnig voru nokkur blogg sem verður að minnast á:
Sun 13.apríl:
Það gleymist seint þegar blaðamaður Æskunnar hringdi í undirritaða og bað hana um að koma í viðtal. Stór misskilningur var í gangi og hélt blaðamaður að hann hefði hringt í alnöfnu mína, sem virðist vera söngkona á barnahljómsveit nokkurri, nefnd Kiðlingarnir.

Þri 23.júní:
Fréttamaður síðunnar fór á stúfana á jónsmessunótt og lenti í ýmsum ævintýrum. Þ.á.m að velta sér nakin/nn upp úr dögginni

..og enn eru mörg skemmtileg blogg ótalin og verðið þið, læru lesendur bara að setjast niður á góðum degi og lesa þau.

Með gleðitár í auga segji ég takk fyrir stuðning ykkar kæru sambloggarar,vinir og fleiri og vona að þið verðið jafn yndæl að lesa blogg mitt á árinu sem framundan er.

Ykkar einlæg
Hrebbna

Engin ummæli: