mánudagur, febrúar 9

Af kennslustundum
Í dag missti ég vinstri hönd mína, hennar er sárt saknað og mun enginn gervilimur koma í hennar stað.

Ástæðan er eilif upprétt hendi-einkennið.

Ég sat í mínum mestu makindum í stærðfræðitíma með upprétta hendi því eins og alla jafna skildi ég ekki alveg hvert kennarinn var að fara.
Ég hafði hendina upprétta í samtals 15 mínútur og kennarinn virtist ekkert vera að taka eftir minni fögru hendi.
Þegar ég loks gafst upp og lét hana síga niður í sína eðlilegu stöðu datt hún af, einkum vegna athyglisskorts og blóðleysiss.

Ég spyr: er nú svo komið að maður þarf að ganga í skærlitum fatnaði og helst vera með blikkandi sírenu á hausnum sem gefur til kynna að manni vantar aðstoð?


Ég óska hér með eftir manneskju sem er til í að þróa með mér kerfi sem sett væri í allar stofur. Kerfi í líkingu við flugfreyjuhnappa í flugvélum. Maður mundi einfaldlega ýta á hnappinn og þá mundi allt í einu skælbrosandi kennari koma og aðstoða mann.
Sjálfboðaliðar sem eru til í að taka þátt í þessu litla tilraunaverkefni geta fengið frítt kaffi og meðþví á annatímum

Engin ummæli: