laugardagur, febrúar 14

Táraflóð
Í mínum eigin tárum syndi ég eins og selur.
Þó þetta blogg gæti reynst loftbólukennt er það eigi mín sök því enginn súrefniskútur var hafður með í för á ræðukeppni MORFÍS þar sem FG tapaði á móti hinum mikla skóla MH.
Tár mín streymdu niður kinnarnar þegar úrslitin voru gerð kunn, ekki vegna tapsárleika..nei vegna skömm.

Fyrir þá sem ekki vita skeit lið FG á sig upp á bak..enda ekki furða því liðið var mesta martröð!

Sjáið til.
Ég mætti í sparigallanum í MH um áttaleytið og skannaði svæðið í leit að hressum FG-ingum.. en engann sá ég.
Eftir örfáar mínútur sá ég þó systur mína og vinu hennar, og Heiðu í Horni ásamt örfáum öðrum hressum FG-ingum.
Hins vegar þegar vel á keppnina var liðið sá stuðningslið FG sér fært um að mæta (borgar sig að vera svona fashionaly late) og kom inn með látum.
En nú spyr ég kæru samnemendur,vinir og annað hyski.. hvar voruði þegar ræðulið FG þurfti hvað mest á ykkur að halda?
Vinafólk úr MH hefur afsökun
Megi þið skammast ykkar úti í horni og sjá til þess að FG megi ekki skammast sín fyrir lélega mætingu á Gettu Betur næstkomandi fimmtudag.

Látið þetta ykkur að kenningu verða

Engin ummæli: