Og enn er heyjað stríð
Þá er komið nóg!
Á skólafundi í dag kom það í ljós að lausnir skólastjórnar við öllum vandamálum er að skipa nefnd í kringum málið og láta hana vinna í málinu.
*Sem dæmi má nefna að einn nemandinn kvartaði undan því að klukkurnar væru allar á sinhvorum tímanum. Svar skólastjóra var að nefnd yrði skipuð til að ræða þessi mál, og í framhaldi af því gæti einn nemandi tekið að sér að sjá um klukkumál skólans.
*Annað sniðugt dæmi var að nemanda var að spurn hvers vegna ekki mætti drekka vatn í tímum. Svar skólastjórans var að ástæðan væri sú að það væri ekki á gangaverðina leggjandi að vera að þrífa upp vatn hér og hvar í stofunum. Já, það er auðvitað svo erfitt að þrífa upp vatn..sem annars gufar upp.
Ég hef þó ekki tölu á nefndum í FG, en tel þó að hún sé kominn hátt í hundraðið.
Það sem var kannski mest sjokkerandi, þá sérstaklega fyrir meðlimi grúbbunar er að hornið okkar mun verða yfirtekið, og þar skal byggja Net-Café a la FG!
Hvaða skóli þarf að hafa Net-Café?
Nokkrir meðlimir grúbbunar hafa þegar verið lagðir inn á geðdeild vegna þessa tíðinda, og stefnir í að enn fleiri muni leggjast þar inn á næstu dögum.
Þeir heilbrigðu hafa ákveðið að hefja leit að nýjum stað í skólanum, en nýjustu fregnir herma að ekkert pláss sé laust nema á bókasafni og á salernum.. og þykja salernir koma sterk inn..sérstaklega vegna "hafið hljótt" reglunni sem er ríkjandi á bókasöfnum víða um heim.
Vegna heilsutaps hef ég ákveðið að nánari fregnir af yfirtöku hornsins verði að bíða betri tíma..
Yfir og út
Engin ummæli:
Skrifa ummæli