Af klukkum, úrum og öðrum gangverkum
Eitt er það sem ég hef aldrei skilið, og mun væntalega aldrei skilja hvers vegna klukkur geta ekki verið allar réttar.
Oftar en einu sinni hef ég orðið of sein eitthvað vegna þess eins að ég leit á klukku sem var rangstillt.
Gott dæmi er að í dag leit ég á klukku í skólanum sem var 10 mín yfir tvö..svo leit ég á símann minn og þar var hún aðeins 4 mín yfir og svo hringdi ég í klukkuna(bara til að vera viss) og þá var mín alveg rétt.
Ætli þetta sé einhversskonar skipulagt samsæri?
Ég sé alveg fyrir mér ríkisstjórnina sitja saman á fundi með kleinu i annari og sýru í hinni og plana og plana klukkumál Íslands.
Ég legg til að það verði bara ráðinn Klukkumálastjóri Íslands, og hann getur haft skrifstofu og undirmenn og mundu þeir síðan ganga um allt og stilla klukkur á réttan tíma.
Einnig væri hægt að setja nokkra unglinga í þetta á sumrin, bara svona til að auðvelda verkin.
Góð hugmynd?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli