þriðjudagur, október 10

Lægð

Svo virðist sem mikil lægð sé að ganga yfir í bloggheiminum þessa dagana.

Þegar ég skoða færslur frá fyrri árum var ég stundum að fá yfir tuttugu comment á hverja færslu og líkaði vel að fólk hafði skoðun á því sem ég skrifaði um.

Eina manneskju get ég þó alltaf treyst á að commenti..en ég er eins og gráðugur krakki á jólunum..þegar eitt comment er komið vil ég fá fleiri!

Ég bið ykkur því, kæru lesendur, að commenta..sama hversu lítið eða ómerkilegt commentið er...því annars finnst mér örlítið tilgangslaust að blogga fyrir sjálfa mig.

Ástarþakkir kæru lesendur

www.hrebbna.tk
-í blogglægð-

Engin ummæli: