Stríðið endalausa
Oft hefur undirrituð bloggað um hið eilífa stríð sem var í gangi á milli fraulein matsölu, hinnar háttvirtu menntastofnunar og nemenda.
Eftir að fraulein matsala hafði veifað friðarflagginu fögnuðu nemendur ærlega, en við vorum ekki lengi í paradís.
Nú hefur svarti sauðurinn ....tja, köllum hana bara fraulein.
Nú hefur fraulein tekið völdið og ætlar sér aldeilis að nýta þau.
Nemendur fela sig inni á salernum, sitja sem fastast og bíða eftir næsta tíma og telja flísarnar á gólfinu þegar frauleinin labbar fram hjá, einungis vegna hræðslu og ótta við hana.
Ónefndur grúbbumeðlimur lenti allsvakalega í frauleininni fyrir nokkru er hún svaf á sínu græna eyra í hinni háttvirtu menntastofnun.
Frauleinin tjáði henni að nú skyldi hún opna augun, því það væri bannað að sofa í stofnuninni..(síðan hvenær?)
Saklaus framhaldsskólanemi þreyttur eftir kvöldið áður og ákvað að leggja sig í eyðu, hélt augum sínum opnum fyrir frauleinina og hefur vart sofið síðan.
Einnig hefur hún hafið herferð í skólanum að þar megi aðeins snæða sinn verð í svotilgerðum matsal, sem rúmar c.a. 100 nemendur í mestalagi sem er fáránlegt því skólinn er 600 manna. Þetta hefur leitt til þess að helmingur nemenda í skólanum sveltur langt fram eftir degi, lærir ekkert í kennslustundum vegna hungurverkja sem bitnar að á endanum á lokaprófunum..keðjuverkun þið skiljið.
En hingað og ekki lengra fraulein..við munum koma aftan að þér
Kveðja
Engin ummæli:
Skrifa ummæli