Ég var stödd í messu fyrir nokkru sem gerist ekki oft.
Ástæðan, jú það var verið að skíra lítinn frænda minn, auðvitað verður barnið nú að heita eitthvað.
Ég sat prúð ásamt fjölskyldumeðlimum mínum, hlýddi á prestinn lofa drottinn og hans gengi og söng sálma af fullum hálsi.
Þegar leið á messuna tók ég eftir aldraðri konu er sat fyrir aftan mig. Sú hafði ekki fagra söngrödd skal ég segja, en notaði hana þó óspart alla messuna.
Eftir mjög góða æfingu að bæla niður hlátur minn fór söfnuðurinn með trúarjátninguna og gat ég ekki bælt hláturinn niður lengur er presturinn sagði ;" ég trúi á heilagann andra, heilaga almenna kirkju..."
Eftir messuna fór ég að velta þessu fyrir mér; hver er þessi Andri?
Höfum við lifað í misskilningi öll þessi ár?
Heitir maðurinn sem við þekkjum sem Jesú eða Guð í raun og veru Andri?
Ég er allavega farin að trúa á hinn heilaga Andra og bið ykkur kæru lesendur að trúa á hinn sama.
Amen fyrir Andra
Engin ummæli:
Skrifa ummæli