Leikfimi
...ég heiti Hrefna, og ég hata leikfimi
Ég hef oft og margsinnis spurt mig þeirrar spurningar hvers vegna í ósköpunum framhaldsskólanemendur þurfa að stunda leikfimi.
Ég gat vel skilið þetta þegar maður var í grunnskóla, gelgjan í hámarki, líkaminn að þroskast og allt það, en hvers vegna i framhaldsskóla?
Í framhaldsskóla er ætlast til að sem flestir æfi einhverjar íþróttir, geti ráðið við að fara í flikk flakk,hoppa yfir hest, farið í 50 armbeyjur ofl.
Það leiðir til þess að þegar farið er í hina saklausustu leiki eins og t.d. kýló eða brennó að keppnisskapið yfirtekur fólk.
Þar sem ég hef ekki stundað íþróttir af neinni alvöru síðan ég hætti í fótbolta fyrir 4.árum hefur keppnisskap mitt, íþróttalega séð alveg fokið út í veður og vind. Þetta leiðir til þess að ég fer ekki með sama hugarfari í leikfimi og 80% þeirra sem eru með mér í umræddum tíma.
Ég hef tekið eftir því að margir nemendur hafa mætt í fínu skapi í leikfimi, og komið út alveg fokillir einungis vegna þess að þeirra lið töpuðu í fótbolta.
Þetta leiðir til þess að ég tek ekki leikinn alvarlega og fæ skít og skammir frá þeim sem lentu með mér í liði og fæ að heyra frasann "hvar er keppnisskapið" og "taktu leikinn alvarlega" margoft.
Nú spyr ég ykkur kæru lesendur; er rétt að taka skóla leikfimi svona alvarlega?
Ef svo er skal ég hugsa minn gang..
rækilega
Engin ummæli:
Skrifa ummæli