miðvikudagur, mars 24

Allt getur svo sem skeð
Mér hefur alltaf fundist kómískt hversu forvitnir Íslendingar eru.
Ég viðurkenni forvitni fúslega, og verð ég einnig að viðurkenna að ég fékk í grifju forvitnarinnar í gær.
Ég sat í mínum mestu makindum fyrir framan sjónvarpið og ákveð að opna gluggan.
Skyndilega finn ég þessa líka gríðarlegu brunalykt, og þá kviknaði upp forvitnin.
Þar sem Álftanes er frekar lítið sveitafélag var mjög líklegt að ég gæti fndið út hvar bruninn væri ef ég keyrði af stað í bílnum mínum og leitaði..og ég lét freistast.

Eftir aðeins hálfrar mínútu akstur sá ég að hús eitt, sem hefur staðið autt í þónokkurn tíma stóð í ljósum logum.
Svo sá ég að ég var ekki ein á ferð.
Við erum að tala um að það voru svona 15-20 bílar á staðnum.

Ég vil biðja lesendur að standa með mér og viðurkenna forvitni..því við erum jú Íslendingar

Engin ummæli: