Þú verður tannlæknir...
Ferðir mínar til tannlæknis þykja vart frásögufærandi, nema ein sem átti sér stað í mars á þessu ári, þegar undirrituð þjáðist af tannrótarbólgu.
En ég hef þó eina stutta sögu að segja sem gerðist ekki alls fyrir löngu:
Undirrituð sat í stól allra stóla fyrir nokkru og beið eftir að hörmungarnar kæmu hrynjandi yfir hana.
Tannsi hafði skroppið örstutt fram, sagðist koma að vörmu spori.
"Vá ég get ekki beðið"; hugsaði undirrituð full tilhlökkunar.
Þegar tannsi kom aftur hafði hann með sér ungann, kurteisann og myndarlegann tannlæknanema.
Þegar hryðjuverkið hófst, eftir deyfingu runnu tvær grímur á undirritaða.
Tannlæknaneminn, sem áður virtist kurteis og myndarlegur hafði breyst í eitt tannlæknaskrímslið enn, hann virtist finna veikleika minn á sér:
#ofsafengin hræðsla við bora af öllum stærðum og gerðum!
Í hvert sinn sem tannlæknirinn bað nemann um að rétta sér þennan og hinn borinn sagði neminn, með tilhlökkun í rödd;
"þennan?" og þandi borinn af lífs og sálar kröftum áður en hann rétti tannsa hann.
Eftir um 15 mínútur frá helvíti losnaði undirrituð úr stólnum, og er hún stóð upp rétti tannlæknaneminn kurteisislega fram höndina og ætlaði að þakka henni fyrir að leyfa sér að taka þátt í þessu stórvirki..en hún hélt nú ekki og strunsaði út.
Eftir þessa kvöl og pínu er undirrituð ekki söm.
www.hrebbna.tk
-á róandi-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli