mánudagur, desember 20

Gestir og gangandi ath:

Undirrituð hefur tapað vitunu einhverstaðar í jólastressi íslendinga.
Það lýsir sér þannig að hún er vart fær um mannleg samskipti ef þau fela ekki í sér setningar eins og ;"góðann daginn", eða "þá eru það 2990, hafa það ákkurat?" og svo auðvitað sívinsæla setningin; "gjörðu svo vel og gleðileg jól".

Sá sem telur sig geta átt í samskiptum við hana er vinsamlegast beðinn um að hugsa sig tvisvar um.

Finnandi vitsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við geð-og/eða sálfræðing síðunnar í s: 00569 sem fyrst.

www.hrebbna.tk
-lost her mind-

Engin ummæli: