fimmtudagur, desember 9

Dularfulli jarðskjálftinn

Fyrr í kvöld sat undirrituð á bókasafni hinnar háttvirtu menntastofnunar og las ýmis fræði fyrir jólapróf.
Allt í einu tekur allt að titra eða skjálfa og var engu líkara en að jarðskjálfti væri að dynja yfir saklausu nemendurna sem voru lang flestir að gera heiðarlega tilraun til að ná jólaprófunum.

Undirrituð stökk upp, með hjartað í buxunum og ætlaði að leita skjóls við næsta burðarvegg eins og kennt var í hinu háttvirta félagi, en sá sér til mikillar undrunar að enginn virtist kippa sér upp við hörmungarnar sem voru í aðsigi.

Hún var í þann mund að hrópa yfir sig til að vera nemendurna við þegar hún áttaði sig á staðreyndum; drengurinn sem sat á móti henni við lærdómsbásinn hafði verið að slá löppinni ótt og títt í borðið og skapað með því þessa jarðskjálftahrinu

Engin ummæli: