sunnudagur, mars 2

Maður þakkar nú bara fyrir að vera á lífi eftir svo erilsama helgi sem þessi var. Eins og áður sagði tókum við upp myndband fyrir stórsöngleikinn Rocky Horror sem verður eimmit frumsýndur innan 11 daga. Við þurftum að gera sama atriðið allavega svona 10 sinnum sem getur verið mjög þreytandi þegar um er að ræða svona stórt og mikið atriði. Eftir laaaaaangan upptökudag var svo farið á Hótel Sögu þar sem við skemmtum gestum og vart gangandi fólki með söngatriðum. Það gekk mjög vel og tókum við 3 lög og svo eitt aukalag af því að við vorum klöppuð upp sem var mjöög gott. Eftir svo erilsaman laugardag er dálítið einmanalegt að sitja á sunnudegi við tölvuna með vatnsglas og poppkex og vera bara að slappa af. Nú er bara fram undan mjög svo stressandi vika, stutt er í frumsýningu og enn á eftir að pússa nokkur lög og eftir því verða þau fínpússuð með sandpappír númer 50 sem gefur laginu mjúkan og fagmannlegri blæ.

Engin ummæli: