Jæjæa, vara kominn föstudagur og læti.. hahaha. Þessi vika hefur nú verið sérdeilis skemmtileg. Á mánudaginn var bara ósköp venjulegur skóladagur, æfing og alles. Á þriðjudag og miðvikudag voru svo imbrudagar, en það eru einskonar þemadagar. Þar var margt skemmtilegt gert og lærði ég t.d. hvernig á að sitja í einn og hálfan klukkutíma kyrr á rassinum að horfa á hundleiðinlega bíómynd, að kasta 3 boltum upp í loftið eða á frummálinu að juggla, svo hlýddi ég á fyrirlestur um auglýsingagerð. Hæst stendur þó boltakennslan en hún var hjá hinum víðfræga skemmtikrafti "The Mighty Gareth" eða bara Gareth eins og hann heitir víst karlanginn. Ég og Elísa lærðum þetta og vorum að kasta boltum út og suður allan daginn og var Ari orðinn soldið pirraður á æfingu um kvöldið.... ekki goottt að pirra Ara Matt. Svo var auðvitað bara venjulegur skóli í gær og í dag og enn styttist í frumsýningu.... en við fáum frí alla næstu viku til að slappa af og einbeita okkur að æfingum og koma okkur inn í "karakter".
Engin ummæli:
Skrifa ummæli