jæja, það var kominn tími til að rita hér í þessa merkilegu blogg bók.
Mikið já ég meina og segji mikið hefur verið í gangi hjá mér undanfarið og ætla ég aðeins að gefa ykkur smá smjörþef af því hvað á daga mína hefur drifið...
Fimmtudagurinn 13.marz
Þá var frumsýndur stórsöngleikurinn Rocky Horror, nákvæmlega kl 13:00. Frumsýningin gekk mjög vel þrátt fyrir heldur eldfimt lokaatriði. Ykkur að segja sem ekki voruð á staðnum þá kviknaði í einni sprengjunni sem var höfð í þessu atriði og stoppa þurfti atriðið meðan leikstjórinn okkar ástkæri Ari Matt brást við eins og hetja og slökkti í eldinum. Fjölmiðlapakk íslands var á staðnum og má þar nefna Séð og Heyrt, Popp og Kók og Garðapósturinn :/
Síðar um kvöldið var svo haldin stórskemmtileg árshátíð NFFG sem verður í minni mínu langalangalangalangalanga lengi!!!!
Föstudagurinn 14.marz
Ungfrú Vigdís tilkynnti ekki komu sína til landsins heldur poppaði skyndilega upp á klakanum. Um kvöldið fór Rocky Horror crew-ið að skemmta á Árshátíð Garðarskóla, og tókst með ágætum upp, þrátt fyrir meiriháttar mika klikk.
Laugardagurinn 15. marz
Ég vaknaði helvíti hress um klukkan 3 við sms. Skemmtilegt ekki satt. Var mætt í förðun fyrir Árshátíð Garðabæjar klukkan 7 en við vorum að skemmta þar á laugardaginn. Fólk þar var orðið frekar drukkið þegar við komum og var því rífandi stemming í salnum. Meira að segja uppklappilag og alles!
Sunnudagurinn 16.marz
Ekki skemmtilegur sunnudagur!!! Sýning um kvöldið sem gekk alveg með ágætum. Mætti samt hafa verið uppselt
Engin ummæli:
Skrifa ummæli