laugardagur, ágúst 13

Af týndum föður

Fréttastofa síðunnar www.hrebbna.tk lýsir eftir týndum manni á sjötugsaldri.
Síðast þegar hann sást var hann klæddur í köflótta skyrtu og buxur í ljósum litum, en ekki er talið líklegt að hann sé með bindi eða annað hálstau.

Maðurinn svarar nafninu Þórarinn.

Hann sást síðast úti við garðvinnu nokkrum dögum áður en stórveldi símans hóf útsendingar á hinni nýju fótboltastöð Enski Boltinn.

Talið er að Þórarinn gæti verið einhversstaðar þar sem Enski Boltinn er sýndur og án efa háværasti áhorfandinn.

Þeir sem verða hans varir eru vinsamlegast beðnir um að láta vita í kómentakerfið hér að neðan og skila til hans þessu; "pabbi, komdu aftur heim..mamma skal hætta að ryksuga þegar fótboltinn er á dagskrá".

www.hrebbna.tk
-og týndir feður-

Engin ummæli: