sunnudagur, ágúst 21

Saga úr búð

Einu sinni var ung stúlka að vinna með mér í verslun einni á höfuðborgarsvæðinu sem bar það skemmtilega nafn Rán.

Rán þessi var frekar feimin, lágróma og smávaxin.

Eitt sinn sem oftar var Rán að fara í kaffi og þurfti að fara með peningaskúffuna sína inn í herbergi sem kennt var við sjóð.
Við stöndum nokkur inn í herberginu að eyða tímanum þegar skyndilega er bankað mjög laust á hurðina og allir þagna.

Yfirmaður; "Augnablik, ...hver er þetta?"
Hinu megin við hurðina;.....(ekkert heyrðist)

Aftur var bankað laust á hurðina

Yfirmaður; "Já, hver er þetta?"
Hinu megin við hurðina; "Hæ..þetta er RÁN"

Sjaldan á minni ævi hef ég hlegið jafn mikið af svona ömurlegum brandara...enda föttuðu hann ekki allir í kringum mig..en ég hló, og lengdi þar með líf mitt.

www.hrebbna.tk
-með aulahúmor-

Engin ummæli: