laugardagur, september 3

Mánudagur

Mánudagur

Nemendur löbbuðu um skólann eins og fölir albínóar og óskuðu þess heitast að liggja hrjótandi uppi í rúmi, en lífið var ekki svo ljúft.
Busar löbbuðu um gangana, merkilegt hvað þeir eru alltaf fyrir manni, hvert sem maður fer.

Ég flýtti mér úr tímanum fyrir hádegishlé og teygði mig í veskið mitt og ætlaði að hlaupa beinustu leið inn í matsal til þess að kaupa mér súpudisk..en hindrun var á vegi mínum.

"..góðann daginn, má bjóða þér að kynnast námsmannaþjónustu KB banka?", sagði maður í jakkafötum og brosti til mín.
Ég tjáði honum að ég ætti í sambandi við Sparisjóðinn, en þó aðeins á bankalegum nótum.
"Viltu samt ekki heyra hvað við höfum upp á að bjóða? Við erum með leik í gangi þar sem þú getur unnið..blablablaZZzzz".
Ég heyrði ekki meir, garnirnar gauluðu og ég sá röðina í matsöluna lengjast með hverri sekúndu sem leið.
Ég horfði í augun á manninum og sagðist ætla að kaupa mér súpu, röðin væri farin að lengjast töluvert og ég vildi ekki missa af henni.
Jakkafataklæddi maðurinn tjáði mér að bankinn biði upp á frítt, já frítt sagði hann uppistand í hádeginu sem ég ætti endilega að hlusta á

.Ég keypti súpudisk og settist á borð í matsalnum ásamt fríðu föruneyti og hlustaði á annars ágætann grínista, Þorstein Guðmundsson fara með gamanmál, að sjálfsögðu dulbúin auglýsing fyrir bankann.
Meðan ég skelli uppúr og fæ mér skeið eða tvær af súpunni sé ég að maður stendur fyrir aftan mig og hann grípur um leið tækifærið og spyr hvort ég sé búin að kynna mér námsmannaþjónustu KB banka, réttir mér umsókn og skrúfblýant og segjir svo að ég megi eiga skrúfblýatninn.
Ég hugsa í hljóði að hann geti bara hirt þetta drasl sitt sjálfur og segji; nei takk og labba í burtu.
Þegar gamanmálunum lauk greip skyndilegur sprengur mig, og ég lagði leið mína beint á salernið..en varð, sem og fyrri daginn fyrir smá hindrun.
"Jæja", sagði maðurinn og spurði hvort ég væri búin að hugsa mig um, og taldi upp alla þá fjölmörgu kosti sem námsmannaþjónusta bankans hefði.
Síðan bauð hann mér sódavatn og súkkulaði, og ég þáði í sakleysi mínu sódavatnið en það kom aldeilis í bakið á mér síðar um daginn þegar mér svelgdist á því.
Dagurinn leið og bankamennirnir voru að taka saman þegar ég fór út úr skólanum, og þeir horfðu, að ég held á mig illum augum.

Leið mín lá svo í ónefnda verslunarmiðstöð hér á landi þar sem ég hugðist kaupa sem og eina skólabók.
Ég labba inn, ..og það vill ekki betur til en svo að ég renn til á einhverju sem varð fyrir fótum mér og beint á bjévítans bossann.

Þegar ég stend upp og lít sökudólginn augum, þá reyndist þetta vera auglýsing frá, já...KB BANKA!
Ég flýtti mér út í þeirri trú að æðri völd væru hér að verki en bankakerfið, faldi mig undir sæng og er þar enn.

www.hrebbna.tk
-elt á röndum-

Engin ummæli: