fimmtudagur, september 15

Sorg fullorðinnar konu

Móðir mín liggjur nú viti sínu fjær vegna dagskrárliðar RÚV sem skyndilega var tekinn af dagskrá.

Umræddur dagskrárliðir er Leiðarljós.

Eftir að móðir mín hafði í öngum sínum hringt á fyrrnefnda sjónvarpstöð og fengið þær útskýringar að fleiri þættir væru ekki til í safni RÚV en þeirra væri að vænta innan skamms, skellti hún á og starði vonarlitlum og döprum augum á sjónvarpið sem var ekki í gangi.

Og þar situr hún, kæru lesendur, á hverjum degi kl 17;05 og óskar þess heitast að nýr þáttur fari í loftið..en svo er ekki og verður hún alltaf jafn döpur þessi elska.

Hvers á hún að gjalda?

Hvernig getur hún nú fylgst með Roger og uppátækjum hans..svo ekki sé minnst á Alexöndru og Spaulding stórveldinu?

Ef Leiðarljós kemur ekki á dagskrá aftur fljótlega held ég að ég neyðist til að láta hana smitast af O.C bakteríunni..nema að hún verði húkt á Sjáðu með Unni Birni..nei andskotinn hafi það!

www.hrebbna.tk
-aumingja mamma-

Engin ummæli: