Klukk!
Já þessi klukkleikur er gjörsamlega að tröllríða bloggheiminum.
Á aðeins örfáum dögum hafa ein, tvær, þrjár manneskjur klukkað mig.
Klukk snýst, ef ég skil það rétt um að skrifa fimm óvenjulegar staðreyndir um sjálfan sig. And here goes folks:....
- Ég fæddist 6 ágúst 1986, sem væri nú varla frásögufærandi nema það að ég fæddist heima hjá mér, á klósettgólfinu.
- Ég verð alltaf að hafa nóg að gera, sem endar oft á því að ég hef of mikið að gera...sem á endanum getur skapað vandamál, en ég ræð oftast fram úr þeim :P
- Ég er veik fyrir flestu súkkulaði, nema súkkulaðiís..
- Ég verð að stunda leiklist eða fara í leikhús nokkrum sinnum í mánuðu, annars fæ ég fráhvarfseinkenni sem eru ekki falleg skal ég segja ykkur
- Ég get ekki skrifað á blað sem er búið að krota á, eða notað blað sem ég er búin að skrifa á og einhver krotar á það eða ég skíti það út.
Já, that's all og gef ég mér það bessaleyfi að klukka eftirfarandi aðila;
Gullu, Sigrúnu Björgu, Huldu, allavega eina af dívunum og Lísu Dansóðu!
www.hrebbna.tk
-með í fjörinu-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli