mánudagur, maí 30

Velkomin í Múlan Rús..næturklúbbur og hóruhús!

Tvær erfiðar vikur að baki og loksins, já ég meina og segji loksins erum við byrjuð að sýna á fullu í Loftkastalanum.

Frumsýningin var á föstudaginn, og okkur var mjög vel tekið eins og við mátti búast. Eftir sýninguna var svo auðvitað skellt í sig nokkrum bjórum, enda þurftum við aldeilis á því að halda eftir þetta törn!

Í gær, laugardag var svo 2.sýning, en leikhúsþjóðsagan segir að sú sýning gangi alltaf illa..og það var aldeilis satt, en förum ekki nánar út í það.

En ég hef svona verið að átta mig á því hvað það er verið að henda stóru batteríi upp, í atvinnuleikhúsi, fyrir 40 framhaldsskólanemendur sem leika,syngja og dansa á sviðinu eins og ekkert sé eðlilegra. Þetta er svo stórt og gott tækifæri að maður er ennþá að melta þetta..svo ekki sé minnst á allt fólkið sem er að gera þetta að veruleika; Siggi,Steinunn,Tumi,Maggi,Hallur,Lovísa og auðvitað Björk..þau eru svo frábær að ég get ekki komið orðum að því.

En aftur að sýningarmálum, 2000 krónur kostar miðinn, ekki dýrt það og hægt er að panta miða á www.loftkastalinn.is og í síma 5523000. Sýningarnar verða samtals sjö, tvær búnar og augljóslega fimm eftir og verða þær sem hér segir;


3.6.2005 - 20:00
Föstudagur

4.6.2005 - 20:00
Laugardagur

10.6.2005 - 20:00
Föstudagur

11.6.2005 - 20:00
Laugardagur

12.6.2005 - 20:00
Sunnudagur

og hver veit, ef vel gengur verðum við kannski bara í allt sumar
segji svona :)

Endilega skellið ykkur kæru vinir, ég lofa góðri skemmtun og þeir sem hafa þegar séð hana geta komið aftur því miklu hefur verið breytt..enda erum við orðin svo pró!

www.hrebbna.tk
-montrass og stolt af því-

Engin ummæli: