Leikrit á laugardagseftirmiðdegi
Staðsetning: verslun með leikfangadeild
Hlutverk: faðir,sonur,móðir
Ung hjón með strákakríli, um 4 ára labba inn í ónafngreinda verslun.
Hjónin hyggjast skoða matarstell fyrir nýju íbúðina sína og konan gengur rösklega að búsáhaldadeildinni.
Sonur: ég ætla að skoða dótið mamma, má ég það?
Móðirin játar syni sínum, en faðirinn röflar um að ef hann fær að fara í leikfangadeildina munu þau aldrei ná honum þaðan út nema að þau kaupi eitthvað dýrt drasl.
Móðirin setur upp svip, og þau halda áfram að skoða stellin, og sér hún loks eitthvað áhugavert sem hún ákveður að spyrja afgreiðsludömuna um.
Á meðan móðirin spyr um stellið gengur faðirinn til sonar síns þar sem hann stendur og dáist að nýja tækni-Lego trukknum.
Tíminn líður og bíður og eftir að móðirin hefur keypt stellið fer hún að undrast um það hvar maður hennar og sonur séu niðurkomnir þegar hún sér son sinn koma labbandi með uppgjafarsvip.
Móðir: hvar er hann pabbi þinn
Sonur: ég næ honum ekki í burtu
Móðir: í burtu frá hverju, hvað er hann að gera?
Sonur: hann fékk að prófa nýja tækni-Legoið og hann leyfir engum öðrum að komast að.
Móðirin labbar rösklega inn í leikfangadeild þar sem hún sér manninn sinn sitja á gólfinu og fjóra unga pilta frekar pirraða á svip standa í kringum hann þar sem hann stýrir bíl, gerðann úr Lego kubbum.
Faðir: elskan, þetta verð ég að fá..og kostar bara 3900 krónur!
Já, skemmtilegt hvernig hlutirnir snúast við á örskotstundu.
www.hrebbna.tk
-í gegnum súrt og sætt-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli