laugardagur, maí 21

Glæpabylgja

Rannsóknarnefnd síðunnar hefur komist að því að á undanförnum dögum hefur talsverð glæpabylgja gengið yfir.

Í gleðskap nokkrum, á fyrsta degi í Júróvisíon var farsíma mínum stolið, ásamt nokkrum öðrum símum, og einu skópari. Þetta sama kvöld var vitinu stolið frá nokkrum þjóðum sem gáfu okkur ekki atkvæði í umræddri keppni og nokkrum senum var stolið í þessari sömu keppni.

Daginn eftir vaknar faðir minn, teygir úr sér og lítur yfir fagra garðinn sinn svona í morgunsárið og uppgötvar að garðljósunum hefur verið stolið ásamt einni skóflu.

Hvort sami hrappur hafi verið á ferðinni í öll skiptin veit ég ei..en nú er nóg komið!

Ég segji NEI við glæpum og vona að þið lesendur standið með mér í þessum málum.
Ég legg til að stofnuð verði kíka, svona rétt eins og í myndinni Benjamín Dúfa, sem berst gegn ranglæti með réttlæti(þó án sorglegum endi, eins og í myndinni).

Skráning í álitsgjafakerfið hér að neðan
(p.s. ég er ekki ánægð með dræma skráningu í bókabrennuna..takið ykkur á fólk!)

www.hrebbna.tk
-eh..já_

Engin ummæli: