Af kattamat
Margir hlutir í þessari veröld eru fremur skrýtnir en eitt er mér ekki fært um að skilja.
Hvernig í ósköpunum er hægt að selja fólki bragðbættan kattamat?
Er einhver sem virkilega bragðar matinn áður en hann er settur í skálina fyrir köttinn?
Er einhver sem spyr köttinn sinn hvernig maturinn bragðaðist....og á einhver kött sem svarar til baka með snobbrödd og segist ekki borða kattamatinn vegna þess að hann sé svo bragðvondur?
Þetta er bara einn af mörgun hlutum sem ég get ekki mögulega skilið
www.hrebbna.tk
-skilur ekkert-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli