þriðjudagur, september 19

Af snýtingum, heilsugæslum og almennum slappleika

Eins og gefur að skilja leggur veikt fólk oft leið sína á heilsugæslustöðvar landsins.

Í dag fór ég á eina slíka og komst að nokkru, stórmerkilegu.

Þar sem ég sat, umkringd eldri konum, börnum með kíghósta og mæðrum sem voru þreyttar eftir andvökunætur leitaði hugur minn á framandi slóðir.

Ég avr að hugsa um ánustu framtíð sem hefur verið mér hugleikin undanfarið. Skyndilega beinist athygli mín að músíkinni er fyllti eyru viðstaddra.

Ég fann hvernig hlustin opnaðist, og ég fékk hroll þegar ég gerði mér grein fyrir tónlistinni og hvers lags hún var; niðurdrepandi, hæg og djúptóna.

Og þarna sat ég, meðal fólksins, og varð skyndilega mun slappari(eins og ég hafi ekki verið nógu slöpp fyrir) og fór að vorkenna sjálfri mér þangað til læknirinn( sem var kvenkyns=læknína?) kallaði nafn mitt og hóf að skoða mig.

Meðan hún stakk notuðum frostpinna pinna upp í munn mér, og hlustaði mig í bak og fyrir, velti ég eftirfarandi fyrir mér;

Hvers vegna er ekki hress, upplífgandi tónlist, á heilsugæslum og á stöðum sem fólk sækir nauðugt(s.s. tannlæknastofur, skattstofur, heilsugæslur, skrifstofur skólastjóra o.s.frv.)

Ég fullyrði að ef að hress taktur eins og í laginu; Hæ mambó sem Haukur Morthens söng svo skemmtilega, eða eitthvað síhresst með Ladda væri í gjallarhornum áðurtalinna stofnanna, færi allt á annan og betri veg.

Hugsiði ykkur, hress tónlistin gefur fólki von um bata og um leið sparast heilmikill lækniskostnaður og fólk með flensu mundi batna skotfljótt.

Ég legg opinberlega til að fyrrnefndar stofnanir teki sér þessar hugmyndir til fyrirmyndar, til að stuðla að bættri heilsu landans.

www.hrebbna.tk
-með lausnina-

Engin ummæli: