þriðjudagur, febrúar 6

Karma comes back around!

Árið er 1998
Undirrituð situr í skólastofu sinni í 6. bekk og gerir, ásamt bekkjarfélögum sínum, forfallakennaranum lífið leitt með því að skálda upp nöfn eins og Mist Eik, Bolli Und Yr Skalason, og Brandur Ari. Strákarnir spýta blautum pappírskúlum úr rörum og tvær stelpur reyna að læra í öllum ólátunum.

Aumingjans forfallakennarinn reynir eins og hann eigi lífið að leysa að kenna ólátabelgjunum dönsku

Árið er 2007
Undirrituð stendur sömu stöðu í skólastofu 6. bekkjar, en hinu megin við borðið.
Aumingjans forfallakennarinn...

...er ég!

www.hrebbna.tk
-fröken kennari-

Engin ummæli: