Ég held virkilega kæru lesendur að ég sé gengin af göflunum..(hvað þýðir það annars?)
Ég hef aldrei á minni 18. ára ævi upplifað eins skrýtinn dag og klukkan er rétt rúmlega tvö..og enn er mikið eftir.
M.a. hef ég...
- Vaknað 2 klst of fljótt, klætt mig í vinnufötin og ætlað að arka í vinnuna, en áttaði mig loks á því að það væri mánudagur.
- Kallað mömmu mína Rósu og föður minn Bjart en það má eflaust rekja til of mikils lærdóms undir próf í Sjálfstæðu fólki.
- Spjallað við samnemanda og furðað mig á því hvers vegna hann talaði þýsku allann tímann þegar hann var í raun og veru að tala íslensku
- Mætt í tíma samkvæmt stundatöflu síðustu annar
- Fattað að ég klæddi mig í öfuga peysu í miðju prófi
- Fengið króníska þynnku
- Ætlað að drekka úr skyr.is dollu og hellti því yfir mig í staðinn
- Farið í skóm móður minnar í skólann
Og svo mætti lengi telja en ég er alls ekki með sjálfri mér í dag, og vona að þið takið ekki mark á einu einasta orði sem ég segji við þá sem ég hitti í dag...það gæti orðið ykkur dýrkeypt.
-looing her mind-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli