Morðtilraun á mánudegi
Undirrituð varð fyrir hrottalegri tilraun til morðs fyrr í dag, ekki er víst hvort hún jafni sig alveg í dag, en það mun að öllum líkindum koma næstu daga og vikur.
Undirrituð leggur ekki oft leið sína í Smáralind en þurfti að gera það í dag af óviðráðanlegum orsökum. Ég labbaði inn í verslun eina, sem ölla jafna er skemmtilegt að versla í og á móti mér tók hugguleg dama og bauð mér að prófa nýju lyktina frá enn einu ilmvatnsfyrirtækinu.
Ég var í góðu skapi, enda sól úti þótt smá kuldi léti finna fyrir sér, og ákvað að slá til og beið eftir að daman rétti mér ilmspjaldið sem maður fær venjulega þegar manni býðst að prufa ilmvatn, en viti menn..það var ekki svo í þetta skipti.
Ég rétti út hendina og áður en ég vissi af var daman búin að sprauta ilmvatninu í andlitið á mér og ég dreg andann, fæ það allt ofan í lungum og er næstum því köfnuð. Auk þess var lyktin ekki góð.
Daman baðst ekki einu sinni afsökunar og hélt áfram að reyna að myrða saklausar meyjar á vappi um búðina.
Ég er án efa sködduð eftir þessa uppákomu og fer varla í þessa búð um sinn, en eitt er þó víst, ég verð varla andfúl næstu daga
www.hrebbna.tk
-fórnarlamb viltuprófailmvatnsdömumorðingjans-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli