mánudagur, janúar 30

Af heilsugæslustöðvum og heilsu almennt

Undirrituð átti leið á Heilsugæslustöðina Sólvang síðastliðinn föstudag eftir að hafa beðið í eina og hálfa viku eftir tíma hjá heimilislækni.

Þegar ég loksins fékk tíma var ég nýstigin upp úr veikindum(sun-mið) en fór samt vegna annarra mála.

Ég var stödd á biðstofunni.
Róandi saxafónsútgáfur af sígildum smellum hljómuðu í loftinu og ég uppgötvaði að ég var búin að lesa öll blöðin og flestar þær barnabækur sem voru á biðstofunni.
Ég átti erfitt með að halda mér vakandi við þessa róandi tónlist og sá að eldri maður hafði tapað baráttu sinni við Óla Lokbrá og sofnað á meðan hann beið.

Loksins kallaði læknirinn mig upp og ég gekk inn.
Þegar hnémeiðsl síðasta sumars og almenn veikindi höfðu verið rædd spurði hann mig hvort ég væri búin að fá hettusóttarsprautu nokkra sem ég hefði átt að fá sem barn.

Eftir mikla og spennandi leit komst hún að því að svo var ekki, og þá var eina ráðið að sprauta dömuna til þess að hún fengi ekki þessa bévítans hettusótt.

Ég labbaði inn í annað herbergi þar sem hjúkrunarkona tók á móti mér og eftir að hafa spurt mig 5 sinnum hvort ég væri ófrísk var ég farin að verða þónokkuð móðguð og tjáði henni að svo væri líklegast ekki.
Ekki fannst henni "líklega ekki" ekki nógu sannfærandi og spurði því í 6 skiptið hvort ég væri nokkuð ófrísk því þungaðar konur mættu ekki fá sprautuna.
Ég ákvað að svara með staðföstu já.

Eftir sprautuna tjáði hún mér að eftirköstin gætu verið nokkur, jafnvel flensa,ógleði og hiti.


Í dag, tveimur dögum síðar sit ég með stíflað nefn, hita og hálsbólgu...á sama stað og fyrir viku síðan...og borgaði 700. krónur fyrir.

www.hrebbna.tk
-veik-

Engin ummæli: