þriðjudagur, mars 14

10/11..þegar þér hentar!

Fyrir þónokkru átti ég leið í fyrrnefnda verslun hér á höfuðborgarsvæðinu.
Ég týndi saman hitt og þetta sem ég ætlaði að kaupa, fann annað sem mig vantaði ekki, hætti við þónokkuð og missti næstum því sultukrukku í gólfið fyrir framan virkilega aðlaðandi mann.

Ég gekk að kassanum og lagði vörurnar á færibandið og leitaði síðan eftir debetkortinu mínu í veskinu.
Þegar afgreiðslustúlkan var búin að renna öllum vörunum í gegnum kassan stoppaði hún við og sagði;

"fannstu allt sem þig vantaði?"

Ég starði spurnaraugum á stelpuna og furðaði mig á spurningunni.
Var eitthvað sem ég hefði átt að kaupa en keypti ekki, var þarna samviskan mín á ferð sem var í raun að minna mig á að ég gleymdi að kaupa rjómann?, eða var stúlkan búin að fylgjast með mér alla búðarferðina og sjá mig taka hinar og þessar vörur upp og leita að öðrum?

Ég rétti henni kortið, og labbaði gapandi hissa út úr versluninni.

Daginn eftir fór ég í þessa sömu verslun og þá var það ungur strákur sem spurði mig þessa sömu spurningar, þá komst ég að því að samviskan mín var ekki að tala við mig í gegnum starfsmann 10/11...þetta var ný herferð hjá fyrirtækinu.

www.hrebbna.tk
- fann allt sem hana vantaði-

Engin ummæli: