laugardagur, júlí 22

Flugufár

Undirrituð sat inni hjá sér í mestu makindum og raðaði geisladiskum, sem var aðeins einn þáttur í sumarhreingerningum þennan mánuðinn.

Skyndilega fór ég að taka eftir óeðlilegri fjölgun flugna í herberginu sem voru vægast sagt farnar að fara í mínar fínustu.
Ég lét það þó ekki á mig fá og hélt áfram að þurrka af og raða geisladiskum.

Fluga fer inn í eyrað og skyndilega heyri ég ekkert nema suð.

Með Jagúar disk að vopni sveifla ég höndum í allar áttir og reyni að hitta skrattans flugurnar sem voru núna farnar að telja á tugum, en ekkert virtist virka.

Ég rifja þá upp húsráð sem ég heyrði einhversstaðar og gríp í hárspreysbrúsa sem kostaði sitt og byrja að spreyja á flugurnar.
Báðir aðilar voru í bardagahug; ég vildi tortrímingu...þær sigur.

Eins og Ghostbusters sveifluðu draugaryksugunum í samnefndri mynd sveiflaði ég brúsanum og beitti af öllu afli uns brúsinn var tómur.

...þær voru þarna ennþá!

Ég rauk út úr herberginu, í annarlegu ástandi; svitaperlur á enni, hárið úfið og angandi af hárspreyji og rak upp angistaróp.

Þá rifjaðist það upp fyrir mér.....

.....hársprey drepur ekkert flugur!

Nú sit ég hér í hárspreysskýji, með flugur á tölvunni, handabakinu og eina sem er að fara að millilenda á nefinu mínu og bíð eftir að verða étin upp til agna.

www.hrebbna.tk
- alveg spinnegal -

Engin ummæli: