sunnudagur, nóvember 26

Af grínurum

Síðustu mánuði hefur farsími undirritaðrar verið til mikilla vandræða....bilað á óheppilegum tímum og svo framvegis.

Það hefði því ekki átt að koma mér á óvart þegar vinir og vandamenn fóru að kvarta yfir einu stórundarlegu vandamáli..en það gerði það nú samt.

Þegar vinir og vandamenn hugðust hringja til að spjalla um daginn og veginn kom það ekki svo sjaldan fyrir að þau fengu samband við útvarpstöð eina, nánar tiltekið Fm957

Í fyrstu hélt ég að þetta væri bara hin ótrúlegasta tilviljun..en þegar þetta fór að ágerast var ég nú alvarlega farin að klóra mér í kollinum
.Ég spurði fólk sem kann sitthvað í sambandi við farsíma, þ.e.a.s. meira en að hringja, nota dagatalið og senda sms eins og undirrituð..en enginn virtist skilja hvað væri í gangi.

Það var ekki fyrr í vikunni að ég hafði samband við þjónustuver Vodafone og spurðist fyrir um þetta annars óvenjulega vandamál.

Stúlkan sem svaraði vandamálaspurn minni var eins hissa og ég, og vissi í raun og veru ekki hvað gæti verið að.
Ég tjáði henni að ég vildi fá lausn á þessu vandamáli..til að koma í veg fyrir að tæknihræddar frænkur, áttræð amma og fleiri myndu nú ekki bregða í brún þegar útvarpselítan svaraði en ekki undirrituð. Hún tjáði mér að hún ætlaði að hafa samband við tæknimenn fyrirtækissins og hringja svo aftur í mig.

Eftir fimm mínútur kom símtalið....

Stúlka; Hrefna..sæl! Ég er búin að finna lausn á vandamálinu
Undirrituð: Í alvöru..og hver er vandinn?
Stúlka: Svo virðist sem einhver hafi stillt símann þinn á "divert" sem þýðir að ef þú svarar ekki í símann innan ákveðins tíma færist símtalið yfir á annað númer..
Undirrituð: ...já...uuu...einmitt

Viti menn..ég var með "divert"-ið stillt á hina annars ágætu útvarpsstöð Fm957 sem olli því að fólk fékk samband, ýmist í beina eða óbeina útsendingu útvarpstöðvarinnar.

......
...
..

Ég auglýsi hér með eftir þeim stórkostlega grínara sem stillti þetta á símann minn...

.....hann á skilið klapp á bakið!

http://www.hrebbna.tk/
-göbbuð...-

Engin ummæli: