sunnudagur, nóvember 5

Af móðurmálinu

Sama ár og Gorbatjov kíkti í heimsókn í Höfða, og Gleðibankinn vann ekki Júróvision fæddist undirrituð inn í þennan heim.

Síðan þá hefur hún þroskast og dafnað og lært samviskusamlega það mál sem henni var kennt..okkar ilhýru íslensku.

Í rúm tuttugu ár hef ég lært að brúka tungumálið, reglur þess og talsmáta og taldi mig vera þónokkuð vel stadda í þeim málum.

Síðustu daga hef ég komist að því að ég kann bara ekkert í íslensku...varla stakan staf!

Ég sárvorkenni útlendingum sem koma til landsins og hyggjast læra íslensku...tungumálið er jafn flókið og að telja hárin á sínu eigin höfði.

www.hrebbna.tk
-með skólaleiða?-

Engin ummæli: