Barið á glugga...
Ég vaknaði við það í nótt, á fremur ókristilegm tíma, að það var bankað á gluggann minn.
Í fyrstu hélt ég að mig væri að dreyma, og sneri mér á hina hliðina og bjóst til brottfarar í draumalandið...
Aftur var bankað á gluggann...
Ég reis upp, fremur skelfd og teygði höfuðið í áttina að glugganum sem er rétt fyrir ofan rekkjuna en sá engann á ferli, engann sem gæti átt erindi við mig klukkan 04:36 á svefntíma.
Enn var bankað..
Á þessu stigi málsins hefði hjartað mitt spregt alla púlsmæla á Landspítalanum, svo mikil var skelfingin sem greip um mig. Bankið ágerðist í sífellu, en engann var að sjá...
Ég reyndi árangurslaust að kalla á móður mína, stoð og styttu, en kom varla upp hljóði af skelfingu...
Hver var að berja á gluggann minn?
Rétt áður en ég hugðist brjóta rúðuna með annars ágætlega ilmandi ilmvatsglasi...fann ég sökudólginn....
...Gardínan var klemmd út um gluggan, og bankaði og bankaði og bankaði
www.hrebbna.tk
-stóra stelpan ,með litla hjartað-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli