mánudagur, mars 14

Af enn einu samsærinu!

Undirrituð mætti aftur í skólann í morgun eftir viku fjarveru vegna söngleiks, enn með kvef síðustu mánaða í farteskinu og skólatösku sem hún ber alla jafnan.

Ég hugðist sjúga upp í nef mitt eins og gengur og gerist þegar slím hefur verið framleitt í of miklu magni, en skyndilega var mér það lífsins ómögulegt að sjúga upp í nefið.

Skyndilega áttaði ég mig á því að "horið"(ef svo má kalla) var frosið fast í nebbaling og við nánari athugun var hitastigið inni í skólanum -7 gráður..eða svipað og á sólríkum degi á Norðurpólnum.

Í rúma 4 klukkutíma þurftu saklausir nemendur að krókna úr kulda í kennslustundum og það eina sem hlýjaði manni var súpan sem ég fékk mér í hádeginu.

Svo, þegar heilinn minn hafði verið affrystur sá ég ástæðuna fyrir frostinu í skólanum; þetta hlaut að vera enn eitt samsærið.

Skólayfirvöld hafa eflaust planað þetta í marga mánuði að akkúrat þennan dag, eftir árshátíð skólans og fríi á föstudegi skyldi slökkt vera á öllum ofnum skólans í þeirri von um að sem flestir mundu veikjast og þar með fá slæma mætingu vegna veikinda..sem þýðir það að mætingarprósentan lækkar ennþá meira hjá þeim sem hafa sótt tíma þegar þeim hentar, sem þýðir það á endanum að þeir verði með svo lélega mætingu að þeim verði vísað úr skóla. OG hvað gerir það..hmm...pláss fyrir fleiri nýja nemendur næsta ár!

Látum ekki blekkjast af skólayfirvöldum kæru vinir!

Mætum í kraftgalla í fyrramálið

www.hrebbna.tk
-sér í gegnum öll plott-

Engin ummæli: