laugardagur, júlí 23

Af skaðsemi tyggjós

Tyggigúmmí, eða jórturleður eins og það kallast á góðri og gildri íslensku er þarfaþing.

En tyggjóin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Sum er holl fyrir tennurnar, önnur góð á bragðið, koma í veg fyrir andfýlu og geta jafnvel hjálpað fólki við að hætta að reykja.

Ég borða, eða tygg tyggjó eins og langflestir, en það eru svo margir sem tyggjóið tyggja sem kunna hreinlega ekki listina að tyggja á smekklegann máta, og aðrir leika sér með tyggjóið, teygja það og toga með fingrunum, hnoða úr því kúlu, blása kúlu og svo farmvegis.

Þeir sem þetta gera ná að fara alveg í mínar fínustu fínustu taugar enda lærði ég snemma að maður á alls ekki að leika sér með matinn sinn.

Ég lenti í undarlegu atviki um daginn þegar ég hitti ónefndann aðila og ræddi um anefnt mál, en sýni hér dæmi sem gæti svipað til samtalsins sem ég átti við óumræddann aðila. Til gamans kalla ég persónur leiksins Steina og Olla.

Steini: Nei, hæ olli hvað dregur þig hingað(tyggur tyggjó)?
Olli: Bara, versla og svona..er að fara í útilegu.
Steini: Núnú,(blæs kúlu) bara lúxus á minni.
Olli: Já, segðu. En hvað ert þú að bralla hér?
Steini: (teygjir tyggjóið, vefur því um fingur sér) Vinkona mín er að máta peysu hérna, er að bíða bara.
Olli: Aha, ferðu eitthvað um verslunarmannahelgina?
Steini(verður virkilega spenntur, tyggur, blæs kúlu, tyggur, togar tyggjó) Jahá, ég er víst að fara til Eyja(tyggur,hnoðar kúlu, tyggur).

Steini blaðrar eitthvað um ferðina til Eyja, en Olli nær enganveginn að fylgjast með vegna þess að hann er of upptekinn við að fylgjast með öllum kúnstunum sem Steini gerir með tyggjóinu meðan hann talar.
Steini: Olli, ertu ekkert að hlusta...(sér undrunarsvip á Olla sem veit ekki alveg hvað hann á að segja vegna þess að hann hefur ekkert hlustað..var of upptekinn við að fylgjast með tyggjóleikfiminni)..Það naumast áhuginn..vertu blessaður!(Tyggur eins og lífið ætti að leysa og strunsar í burtu og eftir stendur Olli alveg gáttaður).
2. dögum seinna hitti Olli Steina og ekkert var á milli þeirra nema kalt augnarráð Steina. (Þess má geta að undirrituð þjónar hlutverki Olla í sögunni)
Ég bið ykkur kæru vinir að vanda ykkur í samskiptum við annað fólk þegar tyggjó er haft við hönd, eða munn..hver veit nema svona misskilningur vegna tyggjós verði ykkur að falli?!
- til að forðast allann misskilning-

Engin ummæli: