Misskilningur ofan á misskilning
Klósettferðir eru allajafna með vanalegu sniði hjá undirritaðri en um daginn lá eitthvað skrýtið í loftinu á almenningsklósetti einu sem ég heimsótti.
Um daginn var ég á Landsspítalanum vegna hnémeiðsla og sit á annars mjög leiðinlegri og illa lyktandi biðstofu.
Eftir að hafa lesið flest hálfu Séð og Heyrt blöðin sem voru þarna finn ég að yfir mig hellist sú þörft að skreppa á klósettið(sem var hreinlega ekki auðvelt vegna meiðslanna). Nú, ég hoppa þarna á einni löpp inn galtómt almenningsklósettið og læsi að mér í einum af þessum básum svokölluðu. Ég er ekki fyrr sest þegar einhver byrjar að banka af lífs og sálarkröftum á hurðina á básnum sem ég hugðist gera þarfir mínar.
Ég vissi hreinlega ekki hvað gera skyldi, einhver brjáluð kona bankandi á hurðina hjá mér og öll hin klósettin laus! Ég hisja upp um mig brókina og opna fyrir konunni og spyr hana hvort að það sé eitthvað vandamál.
Kona; "Vandamál?..Já það er sko vandamál! Ég kom hérna á undan þér vinan. Það þýðir ekkert að ryðjast svona framfyrir í röðinni!
Ég vissi hvorki upp né niður í þessu máli og horfði mér til mikillar undrunar á öll hin lausu klósettin og sá ekki sálu í neinni röð þarna inni.
Konan hélt áfram; "Viltu gjöra svo vel og hleypa mér inn á undan þér, það þýðir ekkert að láta svona, reglur eru reglur!"
Ég ákvað að hypja mig í burtu þaðan og aftur inn á biðstofu þar sem læknirinn stóð hneykslaður og kallaði; Hrefna Þórarinsdóttir!?" og ég fór inn, í spreng og skíthrædd við að fara aftur á klósettið ef konan skyldi birtast aftur.
Þegar ég kom út frá lækninum sat hún þarna, konan, með ásökunarsvip og horfði illum augum á eftir mér út.
www.hrebbna.tk
-í spreng-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli