föstudagur, maí 14

Lítil saga
Það var einn vordag í maí, nánar tiltekið 7 maí sem þessi hræðilegi atburður gerðist.
Þessi atburður átti eftir að hafa mikil áhrif á undirritaða.

Hún gekk að tölvunni, með ágætisblogghugmynd og hugðist ætla að dreifa henni meðal jafningja á veraldarvefnum, en hvað var þetta?

Það kviknaði ekki á tölvunni!

Hún reyndi hvað eftir annað að ýta á on-takkann en ekkert virtist gerast. Faðir hennar horfði á stúlkuna og fussaði og sveiaði og sagði henni að gefast hreinlega upp, tölvan væri biluð.
Hún ákvað að sanna í eitt skipti fyrir öll hversu góð hún væri í raun og veru á tölvur og tók því allar snúrurnar úr sambandi og setti þær aftur í samband en alltaf var sama niðurstaðan sem blasti við henni..tölvan var biluð.

Eftir langann fjölskyldufund var ákveðið að fara með heimilisástina í viðgerð.

Eftir langa tölvulausa viku fékk stúlkan loks tölvuna sína til baka betri en nokkru sinni fyrr.


Já kæru lesendur, þetta er ástæðan fyrir bloggleysinu en ég kem sterk inn eftir bilanir og próf

Engin ummæli: